Upplestur á sal

Í dag héldum við upp á dag íslenskrar tungu með því að koma saman á sal og hlusta á upplestur 7. bekkinga.

Nemendur í 7. bekk hefja jafnan, ár hvert, undirbúning fyrir stóru upplestrarkeppnina með því að bjóða öðrum nemendum skólans til viðburðar á sal. Í dag fluttu nemendur stutta kynningu á þjóðskáldinu Jónasi Hallgrímssyni, lásu íslensk ljóð eftir ýmsa höfunda og sögðu að lokum hluta þeirra fjölmörgu orða sem eignuð er Jónasi en hann er talinn vera höfundur fjölmargra orða í íslenskri tungu sem flest eru orðin okkur töm eins og t.d. orðið lambasteik.