Vel heppnuð árshátíð

Grease lighting
Grease lighting

Að venju var mikill metnaður lagður í árshátíð nemenda í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Að þessu sinni var söngleikurinn Grease settur á svið.

Það krefst mikils skipulags að setja upp leikverk með 200 leikurum og söngvurum en nær allir nemendur skólans stíga á svið á árshátíð skólans. Hlutverkin eru misstór en öll jafn mikilvæg. Þessu stýrði með stakri prýði Karítas Harpa Davíðsdóttir. Auk þess spilaði hljómsveit Tónlistarskóla Reyðarfjarðar undir í öllum lögunum en hana skipuðu nemendur skólans ásamt kennurum tónlistarskólans. Alda Rut Vestmann skólastjóri tónlistarskólans sá um útsetningar fyrir hljómsveitina og stjórnaði henni af stakri snilld. Um 400 gestir sáu sýninguna sem sýnd var tvisar. Viljum við þakka öllum fyrir komuna. Nemendur og foreldrar 9. bekkjar sáu um kaffiveitingar í hléi og þaðan gekk enginn svangur.  Nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar geta gengið sáttir og glaðir frá þesari ánægjulegu reynslu og miklu upplifun sem fylgir því að setja svona stór verk á svið. Hér má sjá myndir frá árshátíðinni.