Verklagsreglur um skólasókn

Verkferlar vegna skólasóknar
Verkferlar vegna skólasóknar

Unnar hafa verið sérstakar verklagsregur um skólasókn nemenda í grunnskólum Fjarðabyggðar. Tilgangurinn með að setja verklagsreglur um skólasókn er að skýra verklag í kringum skólasókn nemenda, s.s. skráningu leyfa, veikinda og fjarvista og samræma viðbrögð ef skólasókn er ábótavant og tryggja að gripið verði fljótt til forvarna svo koma megi í veg fyrir skólaforðun.

Skilgreining á skólaforðun

Skólaforðun er meðvituð eða ómeðvituð hegðun sem barn eða unglingur sýnir þegar mæta á í skólann. Hegðunin birtist í erfiðleikum með að sækja skóla hvort sem um er að ræða heilan skóladag eða hluta úr degi í lengri eða skemmri tíma. (Kearney, Albano 2007).

Snemmtæk íhlutun og forvarnir gegn skólaforðun í skólum Fjarðabyggðar

Í skólum Fjarðabyggðar er sérstök áhersla lögð á snemmtæka íhlutun og forvarnir gegn skólaforðun með það að markmiði að greina vanda barna og fjölskyldna áður en vandinn verður langvarandi og bitnar á uppeldis- og þroskaskilyrðum barna.

Mikilvægt er að heimili og skóli vinni vel saman og hvor aðili um sig sé meðvitaður um réttindi og skyldur sínar gagnvart nemendum. 

Hér má lesa nánar um verklagsreglur um skólasókn í grunnskólum Fjarðabyggðar.