Við verðum að taka okkur á!

Nemendur 7. bekkjar fengu að taka þátt í verkefni varðandi endurheimt votlendis. Sjónvarpsstöðin N4 gerði þátt um verkefnið og voru þar nemendur teknir tali.

Verkefnið er á vegum Landgræðslu ríkisins sem hafði fengið styrk úr Alcoa-Fundation sjóði til að vinna að endurheimt votlendis. Hugmyndin var að hluti af styrknum færi til fræðslu barna í samstarfi við grunnskóla. Fengu nemendur að fara í vettvangsferð og skoða svæði þar sem áður hafði verið mýri en hefur verið framræst. Nú er verið að vinna að því að endurheimta það votlendi sem var þar áður.

Hér má sjá þáttinn á N4.