Viðtal við Jón húsvörð

Hvað ert þú gamall?

Ég er 62 ára.

Hvað ert þú búinn að vinna í þessum skóla lengi?

Frá því í apríl, fyrsta apríl, ekki komið ár.

Hefur þú unnið í öðrum skólum?

Tveimur öðrum skólum já.

Hvaða skólar eru það?

Neskóla var ég í 12 ár og 1 ár í Lundarskóla á Akureyri.

Hvernig er að vera húsvörður?

Það er bara mjög gott að vera húsvörður.

Hvað finnst þér auðveldasta verkið sem húsvörður?

Að mæta í vinnuna um morguninn og fara heim.

En erfiðasta?

Það erfiðasta er að þurfa alltaf að moka snjó.

Hvar býrð þú?

Neskaupstað.

Hvernig er að búa á Neskaupstað?

Það er bara fínt.

Hefur þú einhver áhugamál?

Ættfræði.

Hvaða liði heldur þú með í fótbolta?

Chelsea. Og svo Fjarðabyggð.

Hvenær ert þú glaðastur.

Þegar ég hef gert eitthvað mikilvægt, þegar einhver er ánægður, hjálpað einhverjum.