Vildi gera eitthvað sem hægt er að nota

Á skólaslitum kynntu nemendur 10. bekkjar lokaverkefnin sín. Þar færði Kjartan Mar skólanum grill að gjöf.

Grillið, sem er gasgrill, smíðaði Kjartan í smiðju Launafls en þar hefur hann verið í starfskynningu frá því um áramót. Það góða samstarf sem skólinn á við fyrirtæki í bænum er gríðarlega mikilvægt sem sýnir sig t.a.m. í þessu verkefni Kjartans. Þegar kom að vali á lokaverkefni langaði Kjartan að smíða grip sem kæmi að góðum notum og fékk þá hugmynd að smíða gasgrill. Hann fékk svo aðstöðu og tilsögn hjá starfsmönnum Launafls. Færum við þeim öllum okkar bestu þakkir.