Vordagar

2. og 3. júní eru vordagar í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Skóladagur er áætlaður frá kl. 8:10-13:10 hjá öllum nemendum þessa daga. 

Fimmtudaginn 2. júní eru nemendur ýmist í hjóla- eða gönguferðum með kennurum sínum og senda þeir nánara skipulag heim.

Föstudagurinn 3. júni er leikja- og grilldagur. Þá förum við í allskonar leiki í íþróttahúsinu og úti á velli. Við endum skólaárið á að grilla pylsur.