Bættur námsárangur

Þann 16. janúar 2015 skrifuðu skólastjórnendur á Austurlandi undir samning þess efnis að stefnt væri að bættum námsárangri nemenda í grunnskólum á Austurlandi. Síðan þá hefur markvisst verið unnið að því að bæta námsárangur nemenda og fylgjast með hvernig til hefur tekist, sjá áætlun um bættan námsárangur.  Almennt má segja að vel hafi tekst að vinna eftir þessari áætlun.  Fyrir tveimur árum var læsisstefna Grunnskóla Reyðarfjarðar samin og í vor stærðfræðistefna.  Unnið hefur verið markvisst að því að tengja hæfniviðmið Aðalnámskrár við nám og störf nemenda og fer allt námsmat fram í mentor út frá hæfniviðmiðum.