Aðventa í Skólaseli

Jólatréð skreytt
Jólatréð skreytt

Aðventan er skemmtilegur tími en biðin eftir jólunum getur reynst mörgum erfið. Þá er mikilvægt að hafa nóg fyrir stafni til að dreifa huganum. 

Starfsfólk í Skólaseli leggur sig fram um að brydda upp á skemmtilegum verkefnum á aðventu, þá sem endranær. Nemendur mála piparkökur, gestir koma og segja nemendum sögur, nemendur skreyta stofur og útbúa kræsingar. 

Hér má sjá fleiri myndir úr Skólaseli.