Andrésarfarar

Andrésarfarar
Andrésarfarar

Andrésar Andar leikarnir á Akureyri eru uppskeruhátíð þeirra sem æfa skíði af kappi allan veturinn. Hópur krakka fór frá Grunnskóla Reyðarfjarðar á leikana í ár. 

Það krefst seiglu og dugnaðar að drífa sig í fjallið oft í viku allan veturinn, til að stunda skíðaæfingar en þar sannast það sem margoft er kveðið, að maður verður góður í því sem maður æfir sig í. Það er greinilegt að stór hópur nemenda í Grunnskóla Reyðarfjarðar veit þetta enda var árangur þeirra á leikunum mjög góður. Margir fengu þar viðurkenningu en á pall fóru:

 

Rakel Lilja Sigurðardóttir 1 sæti í svigi og stórsvigi

Amelía Dröfn Sigurðardóttir 1 sæti í svigi og 4 sæti í stórsvigi

Arnar Goði Arnarson keppti í stjörnuflokki

Bergur Rafn Kristjónsson 3 sæti í svigi og 1 sæti í stórsvigi

Ísarr Leví Aðalsteinsson 4 sæti í svigi

 

Bergur Kári Ásgrímsson 3 sæti í  Boardercross og 3 sæti í Brettastíl

Örn Óskarsson 3 sæti í Boardercross og 2 sæti í brettastíl  

Haukur Leó Hannesson 2 sæti í Boardercross

 

Til hamingju krakkar!