Nemendur 10. bekkjar hafa að undanförnu unnið að stjórnmálaverkefni í íslensku og samfélagsfræði. Stofnaðir voru stjórnmálaflokkar og útbúnar málefnaskrár, framboðsræður, glærukynningar og veggspjöld til að kynna flokkana fyrir nemendum og starfsfólki skólans. Haldinn var framboðsfundur á sal skólans þar sem unglingastigið, foreldrar 10. bekkjar og fulltrúar Fjarðabyggðar sátu, hlustuðu á ræður nemenda og kynntu sér málefni hvers flokks. Að lokum framboðsfundi kusu nemendur, kennarar og fulltrúar Fjarðabyggðar og sigraði flokkurinn Sterk byggð kosningarnar að þessu sinni.
Flokkar í framboði voru: Betri Fjarðabyggð, Fjarðaafl, Flokkur samfélagsins, Frelsisflokkurinn og Sterk byggð.
Nemendur 10. bekkjar eiga hrós skilið fyrir dugnað, elju og frábæra afurð.
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |