Bíódagur

Nemendaráð stóð fyrir bíódegi síðasta þriðjudag og voru nemendur ánægðir með þessa tilbreytingu.

Salnum var breytt þannig að vel fór um alla. Þrjár sýningar voru í boði. Yngsta stigið horfði á mynd kl. 16, miðstig kl. 18 og unglingastigið horfði á sína mynd um kvöldið. Viðburðurinn var vel skipulagður af nemendaráði sem stóð sig með sóma.