BRAS klippimyndagerð

Listamaðurinn Marc Alexander heimsótti unglingastigið sl. miðvikudag og leiðbeindi þeim við gerð klippimynda auk þess að fræða þau um þetta listform og popplistina.

Markmið BRAS eru að búa til vettvang þar sem öll börn á Austurlandi geta unnið saman á jafningjagrundvelli, að veita þeim aðgang að list- og menningarviðburðum í heimabyggð, auka menningarlæsi, kynna fjölbreyttar aðferðir til tjáningar, auka samvinnu og samstöðu og nota listsköpun til að byggja brýr á milli þjóðerna, aldurshópa og byggðakjarna.

Rannsóknir sýna að það eru skýrar vísbendingar um að börn sem fá góða listkennslu eru óhræddari að takast á við verkefni, hvíla öruggari í sjálfum sér, standa sig betur í námi og eru ólíklegri til að hætta í skóla. 

Nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar voru áhugasamir og margar skemmtilegar myndir prýða nú veggi unglingagangs.

Hér má sjá myndir frá klippimyndagerð.