Disneyvika

Í þessari viku vinna nemendur að fjölbreyttum verkefnum sem öll eru með einum eða öðrum hætti tengd Disney og persónum úr smiðju þeirra.

Eins og hefð er fyrir tökum við eina viku í október undir þemaviku þar sem hefðbundið starf er lagt til hliðar á meðan nemendur vinna, þvert á bekki, að margvíslegum verkefnum. Í ár tökum við fyrir Disney og þar er margt að finna. Fjölbreyttar, litskrúðar persónur, skemmtileg tónlist og áhugaverður söguþráður. Nemendur teikna, smíða, mála, gera vídeómyndir, handrit og margt, margt fleira. Þessari skemmtilegu vinnu líkur svo með búningadegi á föstudaginn þar sem allir nemendur eru hvattir til að mæta í Disneybúningum í skólann og auðvitað endum við daginn með balli, eins og okkur einum er lagið.