Skjárinn og börnin

Börn í dag alast upp í umhverfi sem er hlaðið tækjum og með stöðugum tækninýjungum. Með skynsamri umgengni við þessi tæki geta þau verið hluti af góðu uppeldi.

Á vef Heilsuveru eru góðar upplýsingar um netnotkun barna og ungmenna og hvetjum við foreldra til að skoða þær upplýsingar
https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/uppeldi-barna/skjarinn-og-bornin/?fbclid=IwAR0myF3CphbkunRjD_pF2JjLz6spBOWDX6173IExmgN4SkvnckljV34xTPM

Þar er til að mynda listi yfir atriði sem foreldrar geta haft áhrif á hafi þeir áhyggjur af netnotkun barna sinna og aðstoðað börn sín við að setja sér mörk:
- Sinnir barnið skóla og heimanámi á viðunandi hátt?
- Hittir barnið vini utan skóla (ekki bara á netinu)?
- Er barnið virkt í íþróttum eða öðrum tómstundum?
- Fær barnið nægan svefn, næringu og hreyfingu?
- Er barnið sátt við að settaer séu skorður á skjánotkun þess?
- Hefur barnið íraun ánægju og gagn af notkun tækjanna?
- Veldur notkun tækjanna kvíða, depurð eða skapsveiflum?
- Felur barnið skjánotkunina?
- Veist þú hvað barnið er að gera í tölvunni/símanum?