Forvörn gegn fíkniefnum

Í kvöld  21. maí kl. 19:30 verður fluttur fyrirlestur á sal Grunnskóla Reyðarfjarðar sem við hvetjum alla til að mæta á en þá mun Hildur H. Pálsdóttir segja frá reynslu sinni en fyrir fimm árum missti hún dóttur sína úr neyslu fíkniefna, þá 15 ára gamla. 

Því miður er þessi vá nálæg okkur og því er mikilvægt að við, foreldrar og skólasamfélagið allt, stöndum saman.
Vert er að geta þess að í síðustu viku fann starfsmaður skólans plastpoka á leið sinni heim úr vinnu, ekki fjarri skólanum. Í pokanum var hvítt duft og var því komið til lögreglu sem staðfesti að hér væri um eiturlyf að ræða.
Mætum öll, verum upplýst og stöndum saman í baráttunni gegn fíkniefnum.