Gleðilegt sumar!

10. bekkingar grilla
10. bekkingar grilla

Í dag var Grunnskóla Reyðarfjarðar slitið. Að venju var leikjadagur fram að hádegi en 10. bekkingar grilluðu síðan pylsur ofan í allan skarann.

Að því loknu fóru nemendur 1. - 9. bekkjar í sínar heimastofur þar sem umsjónarkennarar afhentu þeim vitnisburðarskírteinin sín.

Nemendur 10. bekkjar voru kvaddir við hátíðlega athöfn seinni partinn. Þar kynntu nemendur lokaverkefnin sín fyrir foreldrum og fjölskyldum. Skóla er nú lokið þetta skólaárið og þakkar starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar nemendum, foreldrum og öllu samstarfsfólki veturinn með ósk um gott og gleðilegt sumar.