Gróðursetning

16. september er dagur íslenskrar náttúru og jafnframt afmælisdagur Ómars Ragnarssonar náttúruunnanda m.m. Við höldum jafnan upp á þennan dag með ýmsum hætti og undanfarin ár höfum við plantað skógarplöntum í nágrenni Reyðarfjarðar.

Í ár bar þennan dag upp á starfsdag. Þess vegna höfum við notað þessa viku og hafa kennarar gengið með umsjónarbekkina sína í góða veðrinu inn að tjaldstæði þar sem yngri nemendur hafa gróðursett og upp fyrir Kollaleiru þar sem nemendur í 5. og 6. bekk gróðursettu.