Skólinn var glæsilega skreyttur þegar nemendur og starfsfólk mættu með jólahúfur á þessum hátíðlega „rauða degi“. Dagurinn hófst á notalegri piparkökumálun og 10. bekkur sá um að skreyta jólatréð í salnum, sem var einstaklega hátíðleg stund.
Þetta var svokallaður tvöfaldur dagur því allir mættu aftur seinni partinn í aðventustund með foreldrum. Mikið líf og fjör var í stofunum hjá yngsta og miðstigi þar sem krakkarnir voru að perla, tefla, föndra og spila Kahoot, á meðan elsta stigið spilaði vist af miklum móð.
Kaffihúsastemning ríkti á öllum stigum og gæddu gestir sér á ljúffengum kræsingum sem nemendur og starfsfólk höfðu bakað sameiginlega.
Myndir af deginum má sjá hér
|
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |