Jólasöngur og Jólatónleikar á Covid-tímum

Jólasöngur á Teams
Jólasöngur á Teams

Á þessum tíma ársins erum við vön að koma saman á sal og syngja jólalögin. Á covid tímum gengur það ekki, en við deyjum ekki ráðalaus heldur syngjum sannarlega saman, bara nú í gegnum Teams. Þá koma þeir bekkir saman sem mega hittast og aðrir eru í sinum stofum. Díana aðstoðarskólastjóri og Daníel umsjónarkennari 10. bekkjar leiða sönginn.

Jólatónleikar Tónlistarskólans eru líka afar hátiðleg stund þegar nemendur flytja fyrir fullum sal foreldra og systkina jólalögin sem þeir eru búnir að æfa undanfarið. Að þessu sinni þurfti einnig að finna aðra leið til þess. Nemendur spiluðu því á sal í dag og buðu bekkjarfélögum sínum að hlusta á. Tónleikarnir eru teknir upp og verða sendir foreldrum.

Hér má sjá fleiri myndir.