Jólaþemavika

Vikan hefur verið sannkölluð jólavika. Nemendur hafa unnið ýmis verkefni í tengslum við jólaþemaviku. Í dag, síðasta daginn fyrir jólafrí voru haldin litlu jólin fyrir 1. – 6. bekk þar sem nemendur stigu á stokk með bæði leikrit og söng. Unglingastig áttu huggulega stund í stofunum við spil, fóru í íþróttahúsið og enduðu svo daginn á stofujólum.

Yngsta stigið áttu einnig huggulega stund á stofujólum með smákökur og kertaljós. Dagurinn endaði svo með jólaballi á sal þar sem jólasveinar komu í heimsókn með fullan poka af góðgæti handa nemendum.

 

Myndir frá vikunni má sjá hér