Jólin, jólin, jólin koma brátt......

Miðvikudaginn 19. desember kl. 16:00 verða Litlu jólin hjá nemendum í 1. – 7. bekk. Þar munu nemendur skemmta hver öðrum með leik, söng og dansi og jólasveinar koma í heimsókn. Hátíðin stendur í um það bil tvo tíma.

Miðvikudagskvöldið 19. desember verður jólaball fyrir 5. – 10. bekk í skólanum og hefst það  kl. 19:30 og lýkur kl. 21:30.

Kennt er samkvæmt stundaskrá fram til kl. 13:10 hjá öllum nemendum miðvikudaginn 19. desember.

Miðvikudagurinn 19. desember er tvöfaldur dagur og viljum við benda á að það er skyldumæting fyrir 1. – 7. bekk á Litlu jólin og fyrir 8. – 10. bekk á jólaballið.

Fimmtudaginn 20. desember hefst skóladagurinn kl. 8:10 eins og venjulega og verður kennsla samkvæmt stundaskrá fram að hádegi. Eftir hádegishlé mun hver bekkur halda sín stofujól og mæta nemendur með kerti, smákökur og einhvern drykk (gos eða safa). Nemendur gæða sér á kökum meðan lesin er jólasaga og jólakort afhent. Skóla lýkur kl. 13:10 og er engin kennsla eftir hádegi en skólaselið verður opið til 16:20.

Jólafrí

Fyrsti dagur í jólafríi nemenda er föstudagurinn 21.12.2018 og hefst skóli og skólasel aftur á nýju ári fimmtudaginn 3. janúar 2019.