Kósýdagur og Grease

Unglingastig flatmagar í salnum og horfir á Grease
Unglingastig flatmagar í salnum og horfir á Grease

Nemendaráð hvatti til þess að í dag hefðu menn það kósý, bæði nemendur og kennarar. Þess vegna mættu flestir í náttfötum eða öðrum notalegum klæðnaði í skólann í dag. 

Það var svo misjafnt eftir stigum og bekkjum hver útfærslan var á huggulegheitunum. Sumir komu með auka hressingu eins og kakó á meðan aðrir komu með bangsa til að kúra sig upp að. Þar sem ákveðið hefur verið að setja upp söngleikinn Grease á árshátíðinni okkar í mars þótti tilhlýðilegt að nota rólegt andrúmsloftið sem hér sveif yfir og horfa á samnefnda bíómynd.