Lífshlaupið er hafið

Í dag hófst Lífshlaupið en það er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa.

Í Lífshlaupinu eru landsmenn hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.

Lífshlaupið fyrir grunnskólanemendur stendur yfir í tvær vikur og skrá nemendur hreyfingu sína hér í skólanum. Skrá má alla hreyfingu niður ef hún nær minnst 60 mínútur samtals á dag hjá börnum og unglingum. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín í senn. 

Samkvæmt síðustu könnunum hreyfa grunnskóla nemendur á Reyðarfirði sig ekki nógu mikið og því hvetjum við þá, og forráðamenn þeirra, til að nota þessar vikur til að huga að aukinni hreyfingu.

Verkefnið hófst með formlegum hætti í íþróttahúsinu í dag þar sem íþróttakennararnir stóðu fyrir skemmtilegum viðburði og má sjá myndir hér.