Litlu jól - jólafrí

Í dag var sannkallaður jóladagur í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Dagurinn hófst á því að nemendur í 2. - 7. bekk stigu á svið og léku og skemmtu samnemendum sínum.

Eftir frímínútur héldu svo umsjónarkennarar með sínum umsjónarnemendum stofujól og eftir hádegið var gengið í kringum jólatréð í salnum og jólalögin sungin. Að sjálfsögðu sungum við svo hátt að við náðum að lokka til okkar þrjá hressa jólasveina sem færðu nemendum glaðning fyrir jólin. 

Nú eru nemendur og starfsmenn komnir í jólafrí en skólastarf hefst að nýju 3. janúar, samkvæmt stundaskrá.

Við starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar óskum öllum nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári.

Hér má sjá myndir frá Litlu jólunum.