Matarsóun

Vikuna 16. - 20. september ætlum við að vigta alla matarafganga sem fleygt er eftir hádegismatinn. Skólinn okkar lenti í úrtaki og ákváðum við að taka þátt.  Því miður erum við að henda allt of miklum mat, bara í dag fóru um 6.5 kg. í ruslið. Fróðlegt verður að sjá hver talan verður eftir vikuna.

Rannsóknin er gerð með styrk frá Evrópsku hagstofunni (EUROSTAT). Tilgangur hennar að afla hagtalna um umfang matarsóunar á Íslandi og er hún sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Umhverfisstofnun annast umsjón rannsóknarinnar, ábyrgðarmaður er Margrét Einarsdóttir.