Nýr ritari

Katrín Jóhannsdóttir ritari Grunnskóla Reyðarfjarðar
Katrín Jóhannsdóttir ritari Grunnskóla Reyðarfjarðar

Katrín Jóhannsdóttir tók í haust við starfi ritara við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Það er nú Katrín sem svarar símanum, svarar fyrirspurnum og leysir úr vandræðum nemenda, starfsmanna og foreldra. Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Erna Arnþórsdóttir, sem gengt hafði starfi ritara til margra ára, lét af störfum í vor vegna aldurs. Hún var kvödd með viðhöfn á starfsdögum í vor. þar sem henni var þakkað farsælt starf í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Ásta skólastjóri þakkar Ernu ritara fyrir farsælt starf í Grunnskóla Reyðarfjarðar