Okkar maður skoraði!

Daníel Michal með landsliðinu í landsliðstreyju nr. 7.
Daníel Michal með landsliðinu í landsliðstreyju nr. 7.

Landslið Íslands U15 vann 4-2 sigur gegn Póllandi í gær. Daniel Michal Grzegorzsso skoraði þar af eitt mark og lagði upp annað.

Leiknum var streymt og þar sem hann fór fram á skólatíma horfðu skólafélagar hans á leikinn á sal skólans. Gríðarleg stemning myndaðist og ætlaði eðlilega allt um koll að keyra þegar Daníel þrumaði boltanum í markið. Við erum ákaflega stolt af okkar manni.

Landsliðið á einn leik eftir í keppninni en það er á móti Wales og fer sá leikur fram á laugardaginn.