Óskilamunir og sumaropnun bókasafnsins

Við viljum minna á að bókasafnið er opið á fimmtudögum í sumar frá kl. 14:00-18:00 og hvetjum við alla til að vera duglegir að heimsækja safnið og sækja sér bók að lesa. Sjá nánari upplýsingar hér.

Við viljum líka benda á að óskilamunum vetrarins hefur verið komið fyrir í kennslustofu inn af bókasafninu, sem er opin á opnunartíma safnsins..

Við hvetjum foreldra til að fara vel yfir óskilamunina. Því sem eftir stendur í haust verður komið á Rauða krossinn.