Öskudagur

Í dag gengu nemendur á milli stofnana og fyrirtækja í bænum og sungu fyrir sælgæti. Það ríkti gleði í nemendahópnum nú þegar þau loksins komust aftur í öskudagsgöngu eftir þriggja ára hlé vegna heimsfaraldurs.

Nemendur komu kappklæddir enda kalt úti. Fljótlega fór þó sólin að skína og hjálpaði til við að hlýja göngugörpum. Allstaðar var nemendum vel tekið og það voru glaðir og kátir krakkar sem komu aftur upp í skóla um hádegið.

Eftir mat tók við karnivalhátíð eins og venjan er á þessum degi. Að þessu sinni var hátíðin sérlega skemmtileg þar sem hún fór fram í nýja, fallega  íþróttahúsinu okkar. 

Hér má sjá myndir frá öskudegi.