Páskabingó nemendafélagsins

Í kvöld stendur nemendafélag Grunnskóla Reyðarfjarðar fyrir bingói á Sal skólans. Bingóið hefst kl. 20.

Spilað er um glæsilega vinninga sem fyrirtæki og einstaklingar hafa gefið nemendafélaginu af þessu tilefni. Spjaldið kostar 500 kr. og rennur allur ágóði bingósins til félagsmiðstöðvarinnar Zveskjunnar.