Rýmingaræfing gekk vel

Í dag fór fram rýmingaræfing sem gekk mjög vel. Skólinn var rýmdur á 3 mínútum og 17 sekúndum.

Slökkviliðið kom fyrir reykbúnaði á neðstu hæðinni sem kom brunaboðanum af stað. Nemendur röðuðu sér fumlaust í stafrófsraðir inni í stofum og fylgdu svo kennurunum sínum alla leið út í íþróttahöll þar sem allir fór í leiki á meðan rýmingu lauk.

Við erum mjög ánægð með hvernig til tókst og viljum þakka öllum sem að komu.