Skólabyrjun

Nú líður að skólabyrjun og hefst skólinn á viðtölum forráðamanna og nemenda við umsjónarkennara miðvikudaginn 21. ágúst. Forráðamenn panta sjálfir viðtalstíma inni á mentor.is. Hægt er að bóka viðtöl frá 16. – 20. ágúst.

Fyrsti skóladagur samkvæmt stundaskrá er fimmtudagurinn 22. ágúst hjá öllum bekkjum.

Skólasel opnar miðvikudaginn 21. ágúst kl. 13:00

Gæsla verður fyrir nemendur í 1. – 4. bekk miðvikudaginn 21. ágúst frá kl. 8:00 – 13:00 og þurfa nemendur sem ætla að nýta sér þá þjónustu að koma með morgun- og hádegisnesti.