Skólabyrjun á nýju ári

5. bekkur á bleika deginum í október
5. bekkur á bleika deginum í október

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum liðið ár viljum við minna á að skóli hefst samkvæmt stundatöflum í Mentor á morgun, þriðjudaginn 5. janúar með smiðjum og valgreinum. Nú geta allir nemendur í mataráskrift komið í mat og miðum þar við skráningar frá því í október. Vilji foreldrar gera breytingar á mataráskrift er bent á að hafa samband við ritara skólans í síma 474-1247 frá kl. 8-12 eða á netfangið erna@skolar.fjardabyggd.is. Skólinn opnar 07:45 og eiga nemendur að nota sömu innganga og þeir notuðu fyrir áramót. Við munum áfram gæta að sóttvörnum og minnum á að foreldrar mega ekki koma inn í skólann nema nauðsyn krefur og þá í samráði við skólayfirvöld.