Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Þann 16. nóvember, ár hvert, á degi íslenskrar tungu, hefst undirbúningur nemenda í 7. bekk fyrir stóru upplestrarkeppnina.

Í undirbúningnum felst æfingarferli þar sem nemendur æfa markvisst upplestur og framkomu.  Upplestrarkeppnin er ekki "keppni" í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á  bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af. Það er jú öllum mikilvægt að öðlast færni í því að koma fram og flytja mál sitt af öryggi.

Í síðustu viku lásu nemendur 7. bekkjar upp á bókasafninu. Nemendur 6. bekkjar voru áhorfendur en 3 dómarar úr hópi kennara völdu fjóra nemendur til að fara áfram og lesa fyrir hönd skólans í Hérðaskeppninni sem fram fer 31. mars nk. í Safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju og hefst kl. 14:00.  Þetta eru þau Tekla Björg Jónsdóttir, Arnar Goði Valsson, Pálmi Víðir Bjarnason og Benedikt Brúnsteð Jóhannsson til vara.

Hér má sjá fleiri myndir frá viðburðinum.