Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Þuríður Haraldsdóttir þjálfari hópsins ásamt Svövu Gerði Magnúsdóttur umsjónarkennara
Þuríður Haraldsdóttir þjálfari hópsins ásamt Svövu Gerði Magnúsdóttur umsjónarkennara

Þann 16. nóvember, ár hvert, á degi íslenskrar tungu, hefst undirbúningur nemenda í 7. bekk fyrir stóru upplestrarkeppnina.

Í undirbúningnum felst æfingarferli þar sem nemendur æfa markvisst upplestur og framkomu.  Upplestrarkeppnin er ekki "keppni" í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á  bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af. Það er jú öllum mikilvægt að öðlast færni í því að koma fram og flytja mál sitt af öryggi.

Í síðustu viku lásu nemendur 7. bekkjar upp á bókasafninu. Nemendur 6. bekkjar voru áhorfendur og sýndu prúðmannlega framkomu. Þrír dómarar úr hópi kennara völdu fjóra nemendur til að fara áfram og lesa fyrir hönd skólans í Hérðaskeppninni sem fram fer 29. mars nk. í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði og hefst kl. 14:00.  Dómnefndin tók það fram að erfitt hafi verið að velja en að þessu sinni eru það þau Viktoría Ósk Sirrýjardóttir, Zuzanna Emilia Kapuscik, Helena Dröfn Kristbjörnsdóttir og Örn Óskarsson sem voru valin til keppninnar.