Skólaslit

Skólaslit Grunnskóla Reyðarfjarðar skólaárið 2021-2022 fara fram föstudaginn 3. júní.

Í lok skóladags fara nemendur 1. - 9, bekkjar með sínum umsjónarkennurum í heimastofur og fá afhent prófskírteini. Ekki er reiknað með þátttöku forráðamanna við athöfnina.

Síðar þann dag eða kl. 16:00 verða nemendur 10. bekkjar útskrifaðir við hátíðlega athöfn á sal skólans. Við athöfnina eru nemendur 10. bekkjar og fjölskyldur þeirra ásamt starfsfólki skólans.