Skólaslit og sumarfrí

Þá eru nemendur Grunnskóla Reyðarfjarða komnir í sumarfrí. 

Nemendur 10. bekkjar luku sinni grunnskólagöngu sl. föstudag þegar útskrift þeirra fór fram með hátíðlegum hætti. Fjórtán nemendur útskrifuðust að þessu sinni. Í dag grilluðu þeir svo pylsur fyrir alla nemendur og starfsfólk skólans og að lokum var stiginn dans.

Skrifstofa skólans er lokuð vegna námsferðar starfsmanna til London en opnar aftur þriðjudaginn 10. júní.

Starfsfólk óskar nemendum gleðilegs sumars og þakkar samstarfið í vetur.