Spurðu áður en þú sendir!

Það er 13 ára aldurstakmark að flestum samfélagsmiðlum.
Það er 13 ára aldurstakmark að flestum samfélagsmiðlum.

Krakkarnir fylgdust spenntir með og margt sem kom þeim á óvart. Þau voru t.d. fengin til að greina á milli raunverulegra mynda og mynda sem einhver hafði breytt eða búið til og vafðist það oft fyrir þeim. Þau áttu líka að greina á milli frétta og duldra auglýsinga sem reyndist mjög flókið. Þeim fannst líka óhugnalegt að heyra að síminn hlustaði á þau og veldi fyrir þau það efni sem þau sjá á samfélagsmiðlum.

Nemendur voru spurðir um notkun þeirra á samfélagsmiðlum. Nöfnum 12 samfélagsmiðla var varpað upp á vegg og kom í ljós að allir áttu aðgang að einum miðli í það minnsta og einn nemandi sagðist eiga aðgang að tíu miðlum. Þá var athygli þeirra vakin á því að ekkert þeirra ætti í raun að eiga aðgang að þessum miðlum þar sem aldurstakmark að þeim er 13 ár.

Á vef fjölmiðlanefndar flytur Skúli B. Geirdal fjölmiðlafræðingur erindi þar sem hann kynnir niðurstöður rannsóknar sem lögð var fyrir grunn- og framhaldsskólanema vorið 2021.  Erindi Skúla er mjög áheyrilegt og hvetjum við foreldra til að gefa sér tíma og hlusta á það. Slóð á erindið er hér: https://fjolmidlanefnd.is/midlalaesi/.