Stofujól, litlu jól og jólafrí!

Það ríkti mikil gleði í dag þegar litlu jólin fóru fram hjá 1.-6. bekk. Nemendur í 2.-6. bekk stóðu sig með prýði á sviðinu þar sem boðið var upp á bæði söngatriði og leikrit. Inni í stofunum áttu bekkirnir notalega stund við kertaljós og smákökur, og sumir tóku þátt í jóla - leynivinaleik.

Dagurinn endaði svo með fjörugu jólaballi á sal þar sem hressir jólasveinar kíktu í heimsókn og glöddu nemendur. Nú er komið kærkomið jólafrí en skólinn hefst aftur samkvæmt stundatöflu þann 5. janúar.

 

Myndir frá litlu jólnum má sjá hér