Takmarkanir vegna heimsfaraldurs til 1. október 2021

Samtök sveitarfélaga og almannavarnarnefnd hafa gefið út leiðbeiningar vegna skólastarfs í ljósi farsóttar. Samkvæmt gildandi reglugerð þurfa skólastjórnendur að skipuleggja skólastarf án takmarkana en þó þannig að ýtrustu sóttvarna og varkárni sé gætt. Stjórnendum er heimilt að gæta sóttvarna umfram það sem reglugerð kveður á um, að því marki að þær ráðstafanir takmarki starfið eins lítið og kostur er.

Markmiðið með þessum aðgerðum í upphafi skólaárs er að halda starfseminni órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar barna og starfsfólks þurfi að fara í sóttkví eða jafnvel einangrun.

Hér er yfirlit yfir þær takmarkanir sem eru í gildi í Grunnskóla Reyðarfjarðar til 1. október:

  • Grímuskylda er fyrir foreldra og forráðamenn svo og aðra gesti innan skólans. Gestir skulu ekki nota kaffiaðstöðu eða salerni. Merking á útidyrum varðandi þetta.
  • Hverjum bekk er úthlutuð snyrting til afnota og mikilvægt að virða það að nota eingöngu þá snyrtingu.
  • Nemendur í 7. og 8. bekk eiga að ganga eingöngu um inngang á neðstu hæð, í norð/vestur (gamla Skólasel) og 9. og 10. bekk um inngang við bókasafnið. 
  • Nemendur í 1. – 6. bekk, sem eiga heima innan/vestan við skólann, eða er keyrt nota aðalinnganginn. Nemendur sem eiga heima utan/austan við skólann eiga að nota efri innganginn, sem snýr að skólalóðinni.
  • Í matsal fer hver árgangur á ákveðnum tíma í mat og allir eiga að fylgja sínum hóp. Þetta er gert svo hægt sé að þrífa yfirborðsfleti á milli hópa. Matur er skammtaður úr eldhúsi.
  • Handþvottur yfir skóladaginn:  Handþvottur er í upphafi dags, fyrir nesti og hádegismat.
  • Á við um starfsmenn og nemendur: Ef við erum með flensueinkenni er mikilvægt að við komum ekki í skólann, því að þá er hætta á að við smitum aðra. Eins ef einhver á heimilinu fer í sýnatöku vegna covid, þá eigum við að vera heima þar til fyrir liggur hver niðurstaðan er.
  • Handspritt við alla innganga og í öllum kennslustofum.
  • Farið yfir borð í lok hvers dags með sápuvatni.
  • Ljósritun og vinnuaðstaða opin fyrir alla starfsmenn sem það þurfa að nota. Muna að fara yfir borð með sápuvatni - þarf að vera á staðnum og spritt.