Þemavika 2021 - Asía

Á hverju ári verjum við einni kennsluviku í að brjóta upp hefðbundið skólastarf og vinna í hópum að einhverju sértæku viðfangsefni. Að þessu sinni varð Asía fyrir valinu og hafa kennarar útbúið stöðvar með fjölbreyttum verkefnum sem á einhvern hátt má tengja löndum, sögu eða menningu landa í Asíu. Nemendum er skipt í hópa þvert á árganga. Þannig vinna saman nemendur í 1. - 3. bekk, 4. - 6. bekk og 7. - 10. bekk. Föstudagur er síðasti dagur í þemaviku og þá ætla nemendur að labba á milli stofa og sjá afrakstur vinnu skólafélaga sinna og svo ætlum við að sjálfsögðu að halda dansiball í lokin.  Í myndasafninu okkar má finna myndir frá þemaviku og munum við bæta þar við myndum eftir því sem líður á vikuna.

 

Föstudagur er líka bleikur dagur og hvetur nemendaráð alla til að mæta í bleikum fötum frá toppi til táar enda verður keppt um bleikasta bekkinn þennan dag.