Þemavika - Disneyvika

Í þemaviku að þessu sinni beindum við sjónum okkar að Disney. Þar var margt áhugavert að sjá og skoða. Skemmtilegar persónur, tónlist og margt fleira. Nemendur unnu margvísleg verkefni eftir aldri. Myndir voru teiknaðar og málaðar, persónusköpun Disneys ígrunduð, unnin handrit og myndir teknar upp, svo eitthvað sé nefnt. Við enduðum svo þemavikuna á búningadegi og mættu fjölbreyttar persónur Disneys í öllum regnbogans litum hér síðasta föstudag og auðvitað enduðum við þann dag á dansiballi.

Fleiri myndir má sjá hér.