Þorrablót á góu

Guðný Helga í skemmtidagskrá kennara á yngra blóti.
Guðný Helga í skemmtidagskrá kennara á yngra blóti.

Árlega halda nemendur þorrablót en jafnan fara slíkir viðburðir fram á þorra. Að þessu sinni blótuðu nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar þorra í fyrstu viku góu.

Það kom ekki að sök því gleðin var mikil og ánægja skein af hverju andliti.  Á myndunum sem hér fylgja má sjá skemmtiatriði á yngra blótinu og eftir matinn brast á fjörugur dansleikur. Eldri nemendur verða að sætta sig við mikil þrengsli í matsalnum þennan dag en láta það ekki á sig fá og sannast þar máltækið að þröngt megi sáttir sitja.