Þorrablót nemenda

Í dag blótuðu nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar þorra. Þorrablót yngri nemenda var í hádeginu. Þar smökkuðu nemendur þorramat og sungu þorralög. Kennarar yngra stigs skemmtu nemendum við mikinn fögnuð viðstaddra og svo fengu nemendur forsýningu á þorrablótsmyndbandi 10. bekkjar sem verður frumsýnt í kvöld á þorrablóti þeirra eldri. Að lokum var stiginn dans.

Hér má sjá fleiri myndir frá þorrablóti.