Þrettándinn

Í dag er þrettándi dagur jóla og af því tilefni stóð nemendafélag Grunnskóla Reyðarfjarðar fyrir þrettándagleði, líkt og undanfarin ár. Við fengum Björgunarfélagið Ársól til liðs við okkur en þeir sprengdu upp fyrir krakkana flugelda, öllum til mikillar gleði og ánægju. Færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir.

Nemendafélagið bauð síðan nemendum upp á kakó og kleinur á sal.

Hér má sjá fleiri myndir frá þrettándagleðinni.