Ungt fólk 2020, krakkarnir í hverfinu

Könnun lögð fyrir nemendur í 8. – 10. bekk í febrúar 2020. 54 nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar svöruðu könnuninni eða 90% nemenda. Svarhlutfall á landsvísu var 85%. Rannsóknir og greining halda utan um fyrirlögn og úrvinnslu könnunarinnar.

Áhyggjur hafa verið af aukinni vanlíðan og áhættuhegðun unglinga í Grunnskóla Reyðarfjarðar og mikil vinna verið lögð í að vinna með málefni nemenda.

Eins hefur það vakið athygli hversu margir nemendur stunda ekki íþróttir/líkamsrækt eða sækja skipulagt starf í félagsmiðstöð.

Hvað er til ráða?

Nemendur hræðast stóran hóp nemenda í 9. og 10. bekk ca. 1/3, kemur til með að lagast mikið þegar 10. bekkur útskrifast.

Aðbúnaður í Zveskjunni er ekki góður og eins starfið sem er unnið.

Íþróttahúsið er ófullnægjandi.