Útivistardagur

Einn af fyrstu viðburðum skólaársins er útivistardagur að hausti. Allir bekkir tóku útivstardag í gær miðvikudaginn 24.9 þar sem veðurspáin lofaðu loksins góðu og stóðst það - fengum æðislegt veður, meira að segja sólin kom hluta úr degi. 

Yngsta stigið skemmti sér konunglega í göngutúr þar sem krakkarnir vöðuðu í læknum og brölluðu ýmislegt skemmtilegt.

 

Miðstigið tók þátt í landsverkefninu "Söfnum og sáum birkifræi" með mikilli ákefð og söfnuðu fræjum í poka. Þetta frábæra framtak miðar að því að endurheimta birkiskóga á 350.000 hekturum fyrir 2030!

 

Unglingarnir okkar lögðu líka hönd á plóg og gróðursettu heil 400 birkitré í gönguferð sinni! 

 

Allir komu glaðir og endurnærðir til baka eftir þennan dásamlega dag í faðmi náttúrunnar! 

 

Myndir má sjá hér