Útivistardagur - lokadagur skólaársins

Skólaárinu lauk í dag í dásemdar veðri. Líf og fjör einkenndi þennan dag þar sem nemendur tóku þátt í fjöbreyttri afþreyingu. Sett var upp þrautabraut í íþróttahúsinu, spilað í stofum en mest þó leikið úti enda veðrið með eindæmum gott. Um hádegi datt á dúnalogn og þá var drifin upp vatnsrennibraut í brekkunni ofan við skólann. Dagurinn endaði svo á pulsupartýi sem nemendur 10. bekkjar stóðu fyrir. Eftir það hittu nemendur umsjónarkennarana sína og fengu afhentan vitnisburð vetrarins áður en þeir héldu út í sumarið.

Við viljum þakka nemendum og forráðamönnum þeirra fyrir samstarfið í vetur og óskum öllum gleðilegs sumarfrís.

Skrifstofa skólans verður opin þessa viku til hádegis en lokar þá fram yfir verslunarmannahelgi.

Skólastarf hefst að nýju með nemendaviðtölum, 22. ágúst.

Hér má sjá myndir frá útivstardeginum okkar.