Velkomin sértu Góa mín!

Eins og strákarnir hlaupa inn þorrann hlaupa stelpur inn góu. 

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá því að húsfreyjur áttu að fagna góu á líkan hátt og bændur fögnuðu þorra, fara fyrstar manna á fætur fáklæddar góumorguninn fyrsta, ganga þrisvar í kringum bæinn og bjóða góu í garða.

Fyrsta góudag áttu og húsfreyjur að halda grannkonum sínum heimboð en við í Grunnskóla Reyðarfjarðar buðum hlaupagörpunum hins vegar upp á djúsglas í tilefni dagsins.